Tökum slettu af Clash of the Titans-endurgerðinni, bætum við dassi af 300 (og aðalleikaranum þaðan í kaupbæti) og hendum þessu – af einhverjum ástæðum – í leikstjórann sem áður gaf okkur The Crow, Dark City og Knowing svo eitthvað sé nefnt. Útkoman er stórmynd sem hefur bókað fengið grænt ljós með vonir um að Exodus myndi meika það feitt. Þetta er Gods of Egypt, og eftir því sem við best vitum birtist þessi ræma algjörlega upp úr þurru.

Gerard Butler dregur upp kunnugleg bardagaöskur og deilir hér skjánum með Game of Thrones-leikaranum Nikolaj Coster-Waldau, Chadwick Boseman (Get on Up, Black Panther), Elodie Yung (Daredevil) og Courtney Eaton (Mad Max: Fury Road).

Ef karakterplakötin eru ekki að heilla ykkur ætti trailerinn að segja ykkur strax til um hvort þetta sé af eða á.

Tékkið:

Gods of Egypt er væntanleg í apríl.