„He’s the best there is! (Actually, he’s the only one there is.)“

Ég býst við að það séu mjög skiptar skoðanir um þessa mynd. Jamm hún hefur ekki elst vel á köflum, Carrey er ferlega ýktur, Sean Young og Courteney Cox ofleika og vanleika í þessari röð og Dan Marino var hræðilegur. Ég get hinsvegar ekki gert að því að ég elska þessa mynd, hún fær mig alltaf til að hlægja. Ace er einfaldlega snilldar karakter, tillitlslaus hálfviti, stríðinn og pirrandi en mjög gáfaður og auðvitað fyndinn. Hann er ekki fyrir alla en ég elska hann.

„If I’m not back in five minutes… just wait longer.“

Leikstjóri: Tom Shadyac (The Nutty Professor, Liar Liar, Bruce Almighty)