Hér kemur brot af því nýjasta og heitasta úr fréttaheiminum:

 

Star-Wars-BB-8-Force-Awakens

– Forsalan á Star Wars: Episode VII – The Force Awakens er þegar búin að gefa í skyn það sem allir hafa spáð: þetta verður ein títanísk stórmynd sem mun slá hvert aðsóknarmetið á eftir öðru eins og ekkert sé sjálfsagðara. Lengdin á þessari epík – sem við munum alflest sjá – er 135 mínútur. Þetta þýðir að hún verður nákvæmlega jafnlöng og Revenge of the Sith. Vonandi helmingi betri.

 

– Fleiri stillur eru farnar að týnast inn frá Harry Potter „spinoff“-myndinni Fantastic Beasts and Where to Find Them. Með aðalhlutverkið fer Óskarsverðlaunahafinn Eddie Redmayne og David Yates (HP 5-8) er aftur sestur í leikstjórastólinn.

fantastic-beasts-01

 

– Enn hefur ekkert frést af stöðu Alien-myndarinnar sem Neill Blomkamp var byrjaður að undirbúa. Það var myndin sem var ætluð sem ‘hið sanna’ framhald Aliens og hefðu Ripley, Hicks og Newt öll snúið aftur. Vinnsluheitið var Alien: Xeno, en nú hefur „Prometheus 2“ tekið allan forgang.

Sennilega var Ridley Scott ekki mikill Chappie-aðdáandi…

 

ridley-scott-prometheus-2-blade-runner-2

– Ridley Scott hefur annars verið duglegur að breyta um nafn á sinni eigin ‘Alien’-myndin. Vinnsluheitin hafa verið nokkur; Prometheus 2, Paradise, svo loksins Alien: Paradise Lost. Ekki lengur…

Myndin heitir núna Alien: Covenant. Hún fer í tökur í febrúar og Noomi Rapace og Michael Fassbender munu ekki láta sig vanta (annað en handritshöfundurinn Damon Lindelof – jibbí!).

 

britain-spectre-photocall

– Daniel Craig fer enn pollslakur létt með að tróna á toppi aðsóknarlistans, bæði hér, í bandaríkjunum og evrópu. En nú mun hann þurfa að hægja á sér svo Katniss endi ekki með því að velta honum of grimmt úr hásætinu sem hann hefur núna haldið í þrjár sólid vikur.

 

Credit: Universal Pictures

– Hjónabandsdramað By the Sea, í leikstjórn Angelinu Jolie og með henni í aðalhlutverkinu ásamt spúsa sínum Brad Pitt, skítféll í aðsókn vestanhafs nú um helgina. Myndin halaði inn litla 95,440 dali. Dómarnir voru ekki sérlega jákvæðir og kölluðu margir þetta „hégómaverk“. Við Íslendingar fáum að njóta hégómans á næsta ári, ekki nema dreifingarplönin breytist í ljósi þessara talna.

 

22932d_0b0906a11d8b47f5803371ebb1a9c30e_jpg_srz_p_900_516_75_22_0_50_1_20_0

– Breski miðillinn Screen International telur góða möguleika á því að Hrútar Gríms Hákonarssonar fái að fljóta með á Óskarsverðlaununum næstu. Klapptré greinir frá því hér.

 

GambitTatum1

Gambit-myndin með Channing Tatum hefur farið brösulega af stað í framleiðslu en stefnir hratt að tökum. Eftir að leikstjórinn Rupert Wyatt (Rise of the Planet of the Apes) sleit sig frá verkefninu er þó loksins búið að finna staðgengil, Doug Liman (Bourne Identity, Edge of Tomorrow). Hann er sjálfur nýstiginn úr tökum með Tom Cruise á spennumyndinni Mena.

 

stevejobs-mv-1

– Samkvæmt Facebook-grúppunni okkar Bíófíklar hafa þar margir sérstaklega kommentað á hve fámennt er búið að vera í bíósalnum á kvikmyndinni Steve Jobs. Myndin skoraði ekki mikla aðsókn hér á landi – frekar en annars staðar – og má gera ráð fyrir að sýningum á henni fari hratt fækkandi á næstu vikum.
Mjög fúlt. Myndin er frábær. Slashfilm-castið er sammála.

 

– Leikstjórinn Danny Boyle ræddi við BBC um svekkjandi aðsóknartölur Steve Jobs og Boyle gerði lítið til þess að fela vonbrigðin. „Mögulega hefðu þeir (hjá Universal) átt að byggja myndina meira upp, í stað þess að henda henni svona snemma í víða dreifingu,“ segir hann. „Þetta er samt ekki neinum að kenna beint, og það sem öllu máli skiptir er að við erum öll mjög stolt af þessari mynd.“