„He who sheds others’ blood will not return … NOT EVEN HIS SOUL …“ 

R-Point er draugamynd um S-Kóreubúa í Víetnam. Mér fannst það frábær hugmynd, fersk og frumleg. Ég man a.m.k. ekki eftir annarri drauga stríðsmynd. Myndin fjallar um herdeild sem er send á svæði R til að finna týnda herdeild. Þeir hafa heyrt sögusagnir um slæma hluti á þessu svæði og eru því skíthræddir. Myndin er nokkuð vel gerð. Umhverfið er fallegt og myndataka til fyrirmyndar. Ég verð samt að segja að þessi mynd greip mig ekki. Mér fannst hún ekki nógu creepy og ég var orðinn pirraður á nokkrum persónum. Ég var reyndar illa fyrir kallaður þegar ég horfði á hana svo það hefur kannski haft áhrif. Ágæt draugamynd en hún talaði ekki við mig.

Leikstjóri: Su-chang Kong