Apinn Caesar hefur komið langa leið frá því að hann ólst upp á heimili James Franco í fyrstu myndinni. Nú er spennan á milli fólks og apa farin að magnast á meira intensíft stig og er baráttan um plássið komin á lokametrana.

Matt Reeves er aftur snúinn í leikstjórasætið (eftir að hafa gefið okkur hina frábæru Dawn of the Planet of the Apes – og mun næst tækla The Batman) og má sjá lokaútkomuna núna næstkomandi júlí.

Hér er nýjasti trailerinn:

Hlökkum til.