„Life is a contact sport.“

Ég er ekki mjög hrifinn af amerískum fótbolta. Ég skil ekki alveg leikinn og svo virðist alltaf vera pása. Leikurinn virðist ganga út á að komast aðeins lengra inn á vallarhelming andstæðinganna og setja svo boltann yfir línuna. Einhvernveginn tókst Oliver Stone að gera þetta spennandi í Any Given Sunday, sértaklega með ræðu Pacino (sjá að neðan) sem hann gefur fyrir úrslitaleikinn. Það eru talsvert margar stjörnur í þessari mynd auk Al Pacino, t.d. Jamie Foxx, James Woods, Cameron Diaz, Dennis Quaid og LL Cool J. Þetta er íþróttadrama og í raun mjög góð mynd. Hún verður aldrei ein af bestu myndum Stone en solid samt sem áður.

Hér er ræða Al Paciono í myndinni:

„We can climb outta hell… one inch at a time.“

Leikstjóri: Oliver Stone (Platoon, JFK, Nixon, W, Wall Street, Natural Born Killers, Alexander)