“Fear what’s inside.”

Alex Garland vakti talsverða athygli með frumraun sína, Ex Machina. Miklar vonir voru því bundnar við næsta verkefni leikstjórans sem einnig hljómaði eins og spennandi vísindaskáldsaga. Fyrstu viðbrögð voru mjög góð en Empire gaf myndinni til dæmis fullt hús stiga. Svo kom ákveðinn skellur, myndin fékk ekki að fara í kvikmyndahús. Þess í stað var hún frumsýnd á Netflix sem er kannski ekki gæðastimpill fyrir metnaðargjarna mynd.

Myndin fjallar um dularfullt svæði sem er erfitt að útskýra. Flestir sem hafa farið inn hafa ekki snúið aftur. Svæðið þarf þó að rannsaka þar sem það er stækkandi og gæti mögulega náð yfir allan heiminn með tímanum. Mér fannst hugmyndin áhugaverð og myndin alveg nokkuð skemmtileg. Það er fullt af gæða leikurum og brellur eru alveg ágætar. Myndin verður ansi súr á köflum sem mér fannst ekki alltaf virka. Endirinn er frekar skrítinn og mér fannst vanta aðeins upp á hasarinn, en fín tilraun samt. Kannski fær hún költ status með tímanum.

“It’s not destroying… It’s making something new.”

 

 

Leikstjóri: Alex Garland (Ex Machina)