“There are two sides to the American dream.”

Ég náði alls ekki að tengja við þessa mynd þegar hún kom út fyrir 10 árum síðan. Kannski var það 18 mínútna lengri útgáfan sem gerði gæfumuninn en mér fannst myndin talsvert betri í þetta skipti. Myndin byggist á sannri sögu um eiturlyfjabaróninn Frank Lucas sem átti heróínmarkaðinn í New York á áttunda áratugnum.

Lucas er leikinn af Denzel Washington og Russell Crowe er löggan sem hundeltir hann. Þeir fá svo aðstoð frá Josh Brolin og Chiwetel Ejiofor. Það er engin sýndarmennska í þessari mynd og lítill hasar. Persónur eru hinsvegar mjög vel útfærðar og aðstæður bjóða upp á hágæða dramatík. Myndinni er vel leikstýrt af meistara Ridley Scott og sagan færa að njóta sín í tæplega þriggja tíma rennsli. Stundum er getur verið gott að gefa myndum annan séns.

“The loudest one in the room is the weakest one in the room.”

Leikstjóri: Ridley Scott (Blade Runner, Alien, Thelma & Louise, Gladiator, Kingdom of Heaven, Prometheus, The Martian)