Vorið 2010 mætti stílistinn Tim Burton með sína fríkuðu Disney-útgáfu af Lísu í Undralandi, og þó gagnrýnendur (og, satt að segja, margir áhorfendur) voru ekkert sérlega hrifnir af útkomunni stöðvaði það ekki gróðaflóðið sem hún olli.

Næsta sumar fáum við Alice Through the Looking Glass og sú er reyndar Burton-laus. Að þessu sinni er það James Bobin (The Muppets, Muppets Most Wanted) sem heldur utan um tauminn en leikararnir eru að megninu til þeir sömu; t.a.m. Mia Wasikowska, Johnny Depp, Helena Bonham Carter ásamt viðbót frá Sacha Baron Cohen. Fyrsta sýnishornið var að lenda til að gefa tóninn af stefnunni sem þessi viðbót siglir í, eða réttar sagt þá bókstaflegu baráttu við tímann sem Alice okkar þarf að glíma við.

Frá mínum enda, ef þessi mynd reynist ekki vera neitt spes, þá verður hún samt helmingi betri en fyrri myndin. Veröld og sögur Lewis Carol ættu að hafa nægu úr að draga.