Leikstjórinn Darren Aronofsky ákvað að henda í litla „leynimynd“ eftir að hann tæklaði hina gríðarstóru Noah, sem hlaut heldur blendnar viðtökur (vægast sagt?). Hans nýjasta mynd, mother!, er á meðal þeirra smærri sem hann hefur gert í háa herrans tíð en virðist sem að hæfileikaríki dramafíkillinn sé aftur kominn út í drungalega hrollvekju (sem sögð er vera lauslega í anda Rosemary’s Baby) þar sem veröld Jennifer Lawrence hrynur hratt, af stiklunni að dæma. Ásamt henni fara Javier Bardem, Michelle Pfeiffer og Ed Harris með helstu hlutverkin.

Fyrr á árinu fengum við þessi KLIKKUÐU plaköt sem sjást hér að ofan en myndin verður afhjúpuð nú í haust. Og til gamans má geta þá sér enginn annar en Jóhann Jóhannsson um tónlistina, en þetta er þá í fyrsta sinn sem Darren gerir bíómynd án þess að styðjast við tóna frá Clint Mansell. Tónlist Jóhanns heyrist undir kitlunni, og hún er æðislega spúkí.

Á meðan við bíðum er margt til að gæða á í þessum trailer:

mother! er frumsýnd hér á landi þann 15. september.