*Í tilefni Alien Day 2017, 26. apríl ætla Smárabíó og Nexus að vera með sérstaka double-feature bíósýningu á Alien (1979) og Aliens (1986), tveim af klassískustu sci-fi/horror myndum allra tíma.

Þetta er einstakt tækifæri til að sjá þessar brautryðjandamyndir í allri sinni dýrð í kvikmyndahúsi. Þetta eru myndir sem allir Nexus-vinir eða vinkonur þurfa að sjá og sjá aftur.

Það er ekki hægt að mæla hvað þessar tvær myndir hafa haft mikil áhrif á poppmenningarsöguna, hvor á sinn hátt. Alien kvikmyndasyrpan lifir góðu lífi í dag og nýjasta myndin, Alien: Covenant er væntanleg í bíó í maí, aftur í leikstjórn snillingsins Ridley Scott.

Sýningin byrjar kl. 20, Smárabíó, Sal 1 og það verður hlé milli mynda. Myndirnar eru sýndar ótextaðar. Miðasala er hafin í Nexus í Nóatúni eingöngu, í þetta skiptið í ónúmeruð sæti. 2200 kr. miðinn. Þú vilt ekki missa af þessu.

*tekið af Facebook-event’inum hjá Nexus.