Þann 17. maí lendir næsti kafli Alien-seríunnar, þar sem séð verður um að brúa bilið á milli upprunalegu myndar Ridleys Scott frá 1979 og Prometheus sem kom út fyrir fimm árum.

Það hefur alls ekki verið mikill skortur á sýnishornum fyrir Alien: Covenant, bæði hefðbundnum og óhefðbundnum. Fyrir ekki svo löngu síðan var gefin út lítil sena þar sem áhorfendum gefst tækifæri á að kynnast nýja ‘krúinu’ aðeins fyrirfram. Sú sena verður þó ekki í myndinni. Atriðið var skotið af syni leikstjórans, Luke Scott, og var tilgangur þess eingöngu til þess að kitla og aðeins stilla upp andlitunum. Nýtt og töff form af tíser. Fílum það.

Nú er komið glænýtt kitl, þar sem fókusinn er aðeins settur á karakterana úr seinustu umferð, Elizabeth Shaw (Noomi Rapace) og gervimennið David (Michael Fassbender). Umrædda brot er reyndar ekki í lokaútgáfunni heldur – ókei, jú, sumt af því – en þetta hjálpar aðeins til að skýra fyrir áhorfendum hvað gerðist eftir endi Prometheus, en án þess að gefa upp stærstu svörin.

Þau verða að sjálfsögðu afhjúpuð í myndinni sjálfri.

En kíkið á:

 

Og ef þið misstuð af hinum formálanum, þá getið þið fundið hann hér og komið ykkur í aðeins meiri Covenant-fíling.