Kvikmyndin Penance er ein sú nýjasta á teikniborðinu hjá íslenska framleiðslufyrirtækinu Mystery Production og gegna þeir Davíð Óskar Ólafsson og Árni Filippusson hlutverki meðframleiðenda ásamt fyrirtækinu Brightlight. Um er að ræða spennutrylli sem segir frá leit móðurs að nýju lífi eftir fangelsisvist til að geta alið almennilega upp dóttur sína, en gamli lífsstíllinn er þó ekki lengi að elta hana upp.

Penance er endurgerð á norskri mynd að nafni Eventyrland (sum staðar kölluð It’s Only Make Believe), skrifuð og leikstýrð af Arlid Ostin Ommundsen, en hann mun einnig gegna hlutverki framleiðanda á endurgerðinni auk Garys Cranner, en hann var einn af lykilframleiðendum frummyndarinnar.

Spurður að því hvernig upphafið á þessu verkefni hófst svarar framleiðandinn Davíð Þór hress. „Þetta kom til þegar ég var Cannes fyrir nokkrum árum. Ég var á vegum danska kvikmyndaskólans með fyrirlestur þar sem við ræddum um endurgerðir og ég var að tala um Prince Avalanche. Eftirá kom Gary (Cranner) frá Chazville upp að mér og sagði mér frá myndinni sinni, Eventyrland. Ég horfði á hana í flugvélinni á leiðinni heim og sá strax að þetta væri efni í endurgerð,“ segir Davíð.

Bætir hann við að framleiðandinn Jessica Patelle hafi í kjölfarið á þessu pikkað þetta upp. „Við byrjuðum að þróa þetta saman, fengum handritshöfund og réðum svo seinna leikstjóra,“ mælir hann.
En er þá stefnt á tökur bara núna á næsta ári?
„Það er vonin…“ svarar Davíð. „Ef allt gengur upp stefnum við á tökur í kringum mars-apríl.“

Handritshöfundur Penance er Zoe Robyn og nýráðinn leikstjóri myndarinnar er Brad Turner, sem á sér m.a. bakgrunn í sjónvarpsseríum á borð við 24 og Homeland. Hann hefur sömuleiðis leikstýrt fyrir Daredevil, Prison Break og Stargate: SG1. Penance mun verða hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd.

Sjáið sýnishornið hér fyrir Eventyrland: