Erfið og krefjandi tökutímabil fylgja kvikmyndagerð eins og regn á eftir dropum, en stundum ferðast slíkar ótrúlegar fiskisögur af gerð mynda að þær eru samvaxnar myndinni sem þær fæða af sér. Þekkt dæmi er blæti James Cameron fyrir kafaratækjum í The Abyss þar sem nokkrir leikarar drukknuðu nánast; Metnaður Werner Herzog fyrir Fitzcarraldo sem fylgir stóru gufuskipi er það er dregið yfir fjall… með því að draga alvöru gufuskip yfir fjall; og loks algjöra geðbilunin sem gerð Apocalypse Now var.

the_revenant_3-620x407Síðustu mánuði hefur nýjasta kvikmynd Alejandro González Iñárritu, The Revenant, smám saman skapað slíkar sögur um gerð hennar og kom það mörgum í opna skjöldu hversu mikið var lagt í trúverðugleika sena og aðstæðna. Staðsetningarnar voru allar fjarri siðmenningu og þurfti að drösla öllu tökuliðinu nokkra klukkutíma í gegnum snjó og yfir hóla til og frá hverjum tökustað hvern dag.

Aukaleikarar og aðstandendur að sögn hættu hægri vinstri vegna erfiðra aðstæðna, en Iñárritu var harður á því að myndina skyldi gera svona, annars yrði tryggt að hún yrði „piece of shit!“

Eftir að hafa séð afraksturinn getum við ábyggilega öll verið sammála um að hann tók rétta ákvörðun, nú hefur verið gefin út 40 mínútna heimildarmynd sem fylgir tökutímabili Revenant ítarlega; titluð A World Unseen.