„On this river, God never finished his creation.“

Aguirre: The Wrath of God, eða Aguirre der Zon Gottes, er sennilega þekktasta kvikmynd þýska leikstjórans Werner Herzog. Líkt og Fitzcarraldo er myndin tekin upp í Perú við Amazon fljótið og eins og í þeirri mynd er hér í aðalhlutverki sjálfur Klaus Kinski. Myndin fjallar um Spánverja á 16. öld sem leggja í leiðangur til Suður Ameríku án þess að hafa hugmynd um hvernig á að lifa þar af. Markmiðið er að finna El Dorado „the city of gold“ en þeir vita ekki hvar hún er. Þeir lenda í allskonar hremmingum á leiðinni eins og sjúkdómum, flúðum og indjánum. Aguirre (Kinski) tekur stjórn en byrjar fljótlega að missa vitið. Það er svolítið skrítið að horfa á þýskumælandi Spánverja en þetta er mjög áhrifarík kvikmynd. Upptökur voru víst mjög erfiðar og samband Herzog og Kinski var mjög eldfimt. Þetta er merkileg mynd og vel þess virði að sjá.

„I am the wrath of God. Who else is with me?“

Leikstjóri: Werner Herzog