„Alexandria, Egypt. 391 A.D. The World Changed Forever.“

Alejandro Amenábar er leikstjóri sem ég hef haft auga með síðan The Others árið 2001. Árið 2004 gerði hann hina frábæru The Sea Inside með Javier Bardem sem er auðvelt að mæla með. Þessar þrjár myndir eru gjörólíkar, þ.e. draugamynd, drama og söguleg epic. Agora gerist á fjórðu öld á tímum þegar kristnir menn voru að rísa upp gegn guðleysingum og gyðingum. Í miðjum átökunum eru fræðimenn að velta fyrir sér heimspekilegum og stjörnufræðilegum pælingum. Er jörðin flöt? Er sólin eða jörðin miðdepill alheimsins? Og svo framvegis. Rachel Weisz fer með aðalhlutverkið, hún er ein besta leikkonan í bransanum og rúllar þessu upp. Agora er virkilega vel gerð mynd, það mættu vera aðeins eftirminnilegri persónur en fín mynd.

„You don’t question what you believe.“

Leikstjóri: Alejandro Amenábar (The Others, The Sea Inside)