Það er því miður stór skortur á frumlegum teiknimyndaþáttum í dag. Allir Seth MacFarlane þættirnir byggjast upp á endalausum tilvitnunum, poppkúltur gríni og karakterarnir fylla upp í týpískar stereótýpur (heimskur pabbi, heimavinnandi húsmóðir osfr). Hálfur Simpson katalógurinn af karakterum eru bókstaflega poppkúltúr karakterar sem eru gerðir til að gera grín af samtímanum og í dag orðnir endurtekningar á sjálfum sér. Það er því frekar gaman þegar teiknimyndaþáttur lítur dagsins ljós og reynir sem minnst að byggja sig upp á klisjum; svosem mocumentary, týpískt poppkúltúr riff eða einfaldlega staðalbundnar fjölskyldutýpur sem lenda í vandræðum. Einn af þeim þáttum er Rick And Morty sem spyr einfaldlega þá spurningu; Hvað ef Doc Brown hefði verið alkóhólisti og Marty McFly nær þroskaheft barnabarn hans?

Rick And Morty byrjaði svo sannarlega sem eintóm poppkúltúrstilvitnun þar sem þessir karakterar voru skapaðir sem afmynduð útgáfa af Doc og Marty úr Back To The Future. Justin Roiland, einn af sköpurum þáttanna, vildi komast að því hversu fljótur hann gæti verið að fá hótun frá kvikmyndaveri um að taka niður stuttmynd eftir sig. Með þessu hugarfari bjó hann til stuttmyndina „Doc and Mharti“ (sjá þátt hér) – Þar sem flugdrekinn hans Marty McFly festist í tréi og Doc Brown sannfærir hann að besta leiðin til að ná honum niður séu að veita honum munngælur. Auðvitað tók hann enga stund að fá svokallað „Cease And Decist letter“ en þátturinn varð internet-költ hittari og hélt áfram að lifa hér og þar.

guSMPmh

Nokkrum árum og verkefnum seinna voru Dan Harmon og Justin Roiland báðir að leita að vinnu og fékk Harmon þá beiðni frá Adult Swim um að búa til teiknimyndaseríu fyrir sig. Þar sem Harmon og Roiland voru góður vinir fóru þeir í það að framleiða Rick And Morty. Þar sem Harmon og Roiland eru báðir einstaklega hugmyndaríkir náungar fóru þeir strax í að skapa þátt sem reiðir sig ekki á poppkúltúr tilvitninum heldur tekur poppkúltúr og gerir hann að sinni eigin sköpun. Úr því varð til þáttur sem fjallar um prófessor sem er alkóhólisti og flytur inn til dóttir sinnar og fjölskyldu. Barnabarnið fer með honum í hvert ævintýrið á fætur öðru.

R&M tekur hugmyndir sem við höfum séð áður og snýr þeim algjörlega við. Einn af eftirminnanlegri þáttum seríunnar snýst um Inception hugmyndina hans Christopher Nolan. Í stað þess að R&M sé beint að vitna í og gera grín að Inception þá taka þeir hugmyndina og hugsa „Hvað ef þessi tækni væri notuð í eitthvað allt, allt annað“. Í þessum tiltekna þætti fara Rick And Morty í hausinn á stærðfræðikennaranum til að sannfæra hann um að gefa Morty hæstu einkunn í stærðfræði, en í staðin hitta þeir „Scary Terry“ (Freddy Krueger). Þá þurfa þeir að fara í hausinn á Scary Terry, þegar hann er sofnaður,  til að hjálpa honum að kljást við persónuleg vandamál sem fylgir því að þurfa alltaf að vera hryllilegur.

Rick-and-Morty-Season-1-Episode-2-Scary-Terry-Family

Þegar þættirnir taka hugmyndir frá poppkúltúrnum eru þeir ekkert að fela það, heldur tala beint um það. Þeir rjúfa fjórða vegginn og viðurkenna að tæknin og hugmyndin sé stolin frá upprunulega efninu. Í einum þættinum nota þeir hugmyndina úr myndinni „The Purge“ og er beinn díalógur úr þættinum „It’s like „The Purge,“ Morty. That movie „The Purge“?  Harmon og Roiland eru ekki að reyna gera grín að vinsælu efni heldur vilja þeir frekar nota efnið í að skapa eitthvað nýtt og frumlegt og búa til eitthvað fyndið í kringum það.

Eins og fyrr var nefnt þá er ekki oft sem að þátturinn tekur hugmyndir frá öðru efni og notar það flatt, heldur eru sterkir frumlegir söguþræðir sem ráða hér ríkjum. Einn af flottustu og bestu þáttum seinni seríunnar er þegar geimvera reynir að taka yfir jörðina með því að búa til fleiri og fleiri karaktera í kringum fjölskylduna. Veran lætur fjölskylduna halda að þessir karakterar hafi alltaf verið hluti af þættinum og í hvert skipti sem að þau líta undan er nýr karakter kominn sem virðist eiga heila baksögu. Þátturinn gerir í raun ekki grín að neinu sérstöku heldur inniheldur hann bara frábært handrit og yndislega súra brandara. Frumleiki sem er sárt saknaður í mörgum teiknimyndaþáttum í dag.

Þar af leiðandi mæli ég eindreigið með því að þið kíkið á Rick And Morty, ef þið hafið ekki séð þetta nú þegar. Ef svo, þá spyr ég bara hver er uppáhalds þátturinn?