Stjörnuprýdda galdramyndin Now You See Me, sem birtist í kvikmyndahúsum sumarið 2013, hefur fengið framhald þar sem búið er að fjölga aðeins í hópnum.

now_you_see_me_ver4

Seinast fóru Woody Harrelson, Jesse Eisenberg, Isla Fisher, Dave Franco, Mark Ruffalo, Morgan Freeman og Michael Caine með helstu rullur, og þau hafa öll snúið aftur, nema til að bæta upp fyrir fjarveru Melanie Laurént höfum við nú Lizzy Caplan (úr Masters of Sex) og þekktasta töfradreng þessarar bíóaldar, Daniel Radcliffe… sem virðist vera merkilega lélegur í göldrum samkvæmt þessum fyrsta trailer. Radcliffe leikur son Michael Caine í myndinni.

Seinast sat franski leikstjórinn Louis Leterrier við stjórnvölinn en honum hefur verið skipt út fyrir John M. Chu (G.I. Joe 2, Jem & the Holograms). Now You See Me 2 lítur út fyrir að vera meira af hinu sama og þó undirritaður hafi lítið heyrt talað um fyrri myndina almennt frá útgáfu þá gæti orðið forvitnilegt að sjá hvort þessi hafi einhver merkilegri brögð upp sína ermi.

Frumsýnd 8. júní.