“If they hear you, they hunt you.”

A Quiet Place er ein af þessum örfáu hryllings spennutryllum sem nær í gegn. Hún hefur fengið góðar viðtökur bíógesta og gagnrýnenda en hversu góð er hún? Þetta er áhrifarík spennumynd í heimi þar sem hljóðnæm, en blind, skrímsli elta uppi það sem eftir er af mannkyni og slátra. Að vísu er lítið um blóð og grófan hrylling í myndinni en undirliggjandi ógn hvílir yfir myndinni frá upphafi til enda sem skilar sér í nokkuð rafmögnuðu andrúmslofti. Leikarar eru góðir og skrímslin flott en sagan er nokkuð fyrirsjáanleg og sumt hefði mátt útskýra aðeins betur. Þetta verður engin klassík en sem spennumynd á föstudagskvöldi virkaði hún mjög vel.

“Your father will always protect you.”

Leikstjóri: John Krasinski (The Hollars)