Alltaf þegar fréttir koma af nýrri James Bond mynd er maður oft spenntastur fyrir því að vita hvað myndin mun heita, þar sem eitt það áhugaverðasta við þær eru titlarnir á þeim. Í staðinn fyrir að heita eitthvað variation af “James Bond V: Yet Another Evil Guy Who Wants to Take Over the World” hefur hver mynd sinn sérstaka titil þó ákveðin þemu komi fyrir aftur og aftur. Þá er helst að nefna dauðann eða eilífðina og einhvers konar gersemar (aðallega gull). Mér datt í hug að fara aðeins yfir titlana í gegnum tíðina og valdi þá bestu og sístu, en pældi í leiðinni í hvað þeir í raun og veru þýddu. Flestir titlarnir eru teknir beint frá skáld- og smásögunum Ians Fleming um njósnarann en núna eru þeir flestir fráteknir þannig að fólk hefur þurft að vera meira skapandi í seinni tíð, með misgóðum niðurstöðum.

Í raun hafa næstum allir titlarnir sinn sjarma. Á meðan það var ekkert mál að finna fimm bestu titlana var erfiðara að finna fimm verstu og í raun eru flestir “verstu” titlarnir alls ekki svo slæmir, bara svolítið kjánalegir, svo ég kaus að kalla þá frekar fimm kjánalegustu titlana.

Bestu
(Í engri sérstakri röð):

The Man With the Golden Gun – Eðal Bond titill sem skapar flotta mynd í höfði áhorfandans af GoldenGunbadass illmenni með gullbyssu í hendi. Það þarf ekki meira til að gera mann spenntan, en það er líka hægt að lesa eitthvað dýpra úr titlinum en hið bókstaflega og gæti þess vegna átt við Bond sjálfan þar sem gullna byssan sem um ræðir gæti verið gælunafn Bond á…eh…ákveðnum líkamshluta.

You Only Live Twice – Skemmtilega steiktur titill þarna á ferðinni. Hann á uppruna sinn í haiku-ljóði sem birtist í bókinni og er vísun í endurfæðingu, eitthvað sem Bond hefur oft gengið í gegnum, á vissan hátt. Má því segja að þessi titill kjarni lífsstíl Bond.

License to Kill – Þessi titill viðurkennir að einhverju leyti ákveðinn blóðþorsta sem hefur einkennt þessa myndaseríu. Bond er maður með leyfi til að drepa og hann hefur sannarlega nýtt sér það! Það er líka alltaf soldið töff að hafa orðið “kill” í titlinum, er það ekki?

Casino Royale – Það er eitthvað skemmtilega fágað við þennan titil. Þetta er titill sem maður man eftir og fær mann til að sjá fyrir sér hluti sem maður tengir við James Bond: Spilavíti, glæsimennsku og exótíska staði.

On Her Majesty’s Secret Service – Margir myndu eflaust kalla þennan titil of langan og erfiðan að muna en hann er bara svo viðeigandi fyrir 007. Bond er elegant töffari og þessi titill kjarnar þann eiginleika hans mjög vel. Maðurinn sem vill það “shaken not stirred” er sannarlega að starfa í þjónustu hennar hátignar!

„Heiðursútnefning”: Never Say Never Again – Þetta er einn besti Bond titillinn en þar sem þessi mynd er ekki hluti af “official” EON Productions myndaseríunni (löng og flókin saga á bak við það sem má lesa betur um hér) telst hann eiginlega ekki með og fær því að fljóta með sem “honourable mention”. Þessi titill er vísun í nokkuð sem kona Sean Connery sagði þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi aldrei aftur leika Bond eftir að Diamonds Are Forever kom út, en svo tókst að plata hann til að leika í þessari mynd.

NEVER SAY NEVER AGAIN [BR / US / GER 1983]

Kjánalegustu:

Quantum of Solace2008_quantum_of_solace_poster_0021Það er svo margt slæmt við þennan titill. Fyrir utan það að hann fái mann til að fletta í orðabók, þá er hann bara eitthvað svo tilgerðarlegur. Margir eiga erfitt með að bera hann fram og það er bara ekkert töff eða grípandi við hann. Upprunalega er þetta titill á smásögu um Bond eftir Fleming og virkar hann ágætlega sem smásögutitill en fyrir stóra Blockbuster mynd er þetta agalegur titill. (Meðal smásögutitla Flemings sem ekki er búið að nota eru “The Hildebrand Rarity”, “007 in New York” og “Risico”. Vonum að fyrstu tveir verði aldrei notaðir, en “Risico” gæti sloppið)

Skyfall –Fyrir flestar myndir væri þetta reyndar fínn titill en fyrir Bond mynd er hann bara ekki nógu töff og Bond-legur. Þótt titillinn virki alveg í samhengi myndarinnar þá er hann ekki alveg nógu grípandi. Maður gæti líka haldið að þetta væri stórslysamynd þar sem himnarnir falla! Eins góðar og Daniel Craig myndirnar eru þá taka þær sig kannski aðeins of alvarlega og þessi titill er gott dæmi um það.

Tomorrow Never Dies – Það er eitthvað kjánalegt við þennan titil. Söguþráður myndarinnar segir frá fjölmiðlamógúl sem reynir að hafa áhrif á það hvernig fréttirnar koma út – hann stjórnar morgundeginum svo að segja! Þetta virkar samt svolítið eins og einhver misheppnuð tilraun til að vera töff.

A View to a Kill – Einn af nokkrum Bond titlum sem eru málfræðilega rangir, eða virðast vera það. Titillinn er tekinn frá smásögunni From a View to a Kill en það er spurning hvort titillinn hefði verið betri eða verri með því að halda “from”, en langir titlar virka yfirleitt betur í bókum en í kvikmyndum. Gott dæmi um titil sem virkar þannig séð en fær mann aðeins til að klóra sér í hausnum. Svo má ekki gleyma kjánalegasta augnabliki myndarinnar – þegar illmennið Max Zorin segir “What a view”, lítandi út um gluggann á loftfari, og aðstoðarkonan hans segir þá “…to a kill”.

view-to-a-kill-poster

Moonraker – Þessi titill hljómar kannski ekkert svo illa fyrr en maður fer að pæla í honum, hvað er eiginlega “moonraker”? Sá sem rakar tunglið? Fyrir utan það að tunglið kemur ekkert við sögu í myndinni. Ef maður horfir á myndina (eða les bókina) þá kemur í ljós að Moonraker er nafnið á ofurgeimskipinu sem illmennið lætur búa til og á víst að vera svo kröftugt að það geti rispað eða skrapað tunglið (e. “graze the moon”). Eftir smá grúsk á internetinu kemur í ljós að orðið, eða hugtakið, “Moonraker” hefur í raun margar merkingar, bæði getur það þýtt það sama og “Skyscraper” (háhýsi) og svo einhver sem sér spegilmynd tunglsins í vatni að nóttu og telur það vera ost! Samkvæmt annari orðabókaskilgreiningu er moonraker lýst sem “a small square sail set above a skysail on a sailing ship”. Eftir að hafa lesið allt þetta hefur undirritaður komist að þeirri niðurstöðu að þetta er í raun bara mjög góður titill á sinn hátt, með öll þessi lög af merkingum. Köllum þetta besta “versta” titilinn.

Nánar má lesa um “moonrakers” hér.

 

Að lokum smá um Bond titla í Kína:

Framleiðendur Bond myndanna ættu kannski að taka Kínverja sér til fyrirmyndar (eða Hong Kong og Taiwan öllu heldur, þar sem nánast engar Bond myndir voru sýndar í meginlandi Kína fyrr en á þessari öld) þegar kemur að titlum á næstu Bond myndum þar sem þýðingarnar þar hafa margar hverjar komið ansi skrautlega út. Hér eru nokkur góð dæmi (sum frá Hong Kong og önnur frá Taiwan), tekin héðan:

007 Seized the Rocket Base (You Only Live Twice)
007 Averted The Spectre (Thunderball)
James Bond Bravely Destroyed the Space City (Moonraker)
At the Point Between Living and Dead (Live and Let Die)
James Bond Bravely Destroyed the Bomb Gang (Octopussy)
The Thundering Killing (A View to a Kill)
James Bond Bravely Versus the Mad Killer (License to Kill)
New James Bond: Wisely Defeated the Ominous Sky City (Skyfall)

License-to-kill-China-poster