Hæp getur alltaf verið hættulegur hlutur.  Spenningurinn fyrir Star Wars: Episode I – The Phantom Menace var á sínum tíma svo gígantískur að aðdáendur létu það ekki einu sinni hvarfla að sér um hvernig tilfinningin yrði ef myndin yrði vonbrigði. Slík pæling bara hreinlega hugsaðist ekki enda sveif ekkert nema bjartsýni yfir öllum sem voru fyrst og fremst ánægðir með það að fá að upplifa nýja Star Wars-mynd í bíó.

Það tók lengri tíma fyrir suma en aðra að leyfa því að síast inn hversu mikil vonbrigði þessi mynd var, og þetta vídeó gefur okkur bæði smá tímaflakk og áminningu á það hve mikilvægt er að halda væntingum rausnarlegum…