„Handcuffed to the girl who double-crossed him.“

The 39 Steps er frægasta af myndum Hitchcock sem hann gerði í Bretlandi. Þetta er nokkuð klassísk Hitchcock mynd hvað söguna varðar. Robert Donat leikur mann sem er sakaður um glæp sem hann framdi ekki. Hann þarf því að flýja og sanna sakleysi sitt. Hljómar eins og North By Northwest ekki satt? Titill myndarinnar vísar í leynileg njósnasamtök sem Donat reynir að svipta hulinni af. Þetta er skemmtileg mynd eftir meistarann en ekki ein af hans allra bestu að mínu mati þó svo að hún sé með 8 í einkunn á imdb. Það er samt mjög áhugavert að skoða hvernig stíll Hitch hefur þróast. Þessi mynd er sennilega mikilvægur hlekkur í þeirri keðju.

„There are 20 million women in this island and I get to be chained to you.“

Leikstjóri: Alfred Hitchcock (The 39 Steps, Rebecca, Shadow of a Doubt, Rear Window, Vertigo, Pshycho, The Birds)