„Peter, Michael and Jack know a thing or two about women. But when it comes to babies, they’re all wet.“

Ég man eftir því að þessi mynd þótti nokkuð góð grínmynd á sínum tíma. Ekki lengur. Myndin er últra 80´s og mottan á Tom Selleck var aldrei þykkari en á þessu tímabili. Þessi mynd fjallar sem sagt um þrjá fullvaxna menn sem búa saman af einhverjum ástæðum. Einn daginn skilur einhver eftir barn í körfu fyrir utan hurðina hjá þeim og í staðinn fyrir að hringja á barnaverndaryfirvöld ákveða þeir að sjá um krílið. Það er ekki mikið sem er hægt að hlægja að fannst mér. Steve Guttenberg var aldrei fyndinn og Ted Danson er bara góður sem Sam í Cheers.

„How can something so small create so much of something so disgusting?“

Leikstjóri: Leonard Nimoy (Star Trek 3-4)