“Don’t be Stupid. Be an I.D.I.O.T.”

Þessi Bollywood ræma er nr. 92 á lista imdb yfir bestu kvikmyndir allra tíma. Myndin skartar stjörnunni Aamir Khan en ég þekkti ekki aðra leikara. Þetta er löng mynd, eða tæpir þrír tímar, sem fjallar um þrjá unga menn sem eru í verkfræðinámi en langar í raun að gera eitthvað annað. Boðskapur myndarinnar er að fylgja hjartanu og gera við lífið það sem mann langar að gera, ekki það sem foreldrarnir ætlast til.

Þetta er kjánaleg grínmynd en mér fannst húmorinn aðeins og barnalegur fyrir minn smekk. Lengdin er líka allt of löng, sérstaklega af því að eftir um tvo tíma er fullkomið augnablik til að hætta en svo heldur myndin bara áfram í einhverjum skrítnum útúrdúrum. Þetta er nokkuð skemmtileg mynd en verðskuldar ekki þá háu einkunn sem hún hefur fengið á imdb.

“Pursue excellence, and success will follow, pants down.”

Leikstjóri: Rajkumar Hirani (PK)