„What We Do In Life Echoes In Eternity.“

Það er mikil hefð fyrir myndum frá tímabili Rómarveldisins í Hollywood. Frægustu myndirnar eru Ben Hur og Cleopatra. Gladiator er a.m.k. jafnoki þeirra mynda og hefur allt sem hægt að fara fram á. Drama, eftirminnilegar persónur, framúrskarandi leik og leikstjórn og stórkostlegar bardagasenur. Russel Crowe og Joaquin Phoenix eru báðir í sínum bestu hlutverkum í þessari mynd. Mér finnst Phoenix alveg sjúkur í hlutverki Commodus, þjáningin er áþreifanleg. Richard Harris er líka frábær sem keisarinn enda var hann mjög áreiðanlegur leikari. Gladiator er mögnuð mynd frá upphafi til enda.

Myndin var tilnefnd til 12 Óskarsverðlauna, vann 5 meðal annars fyrir besta leik og bestu mynd. Scott hefði átt að fá fyrir leikstjórn en það er samt erfitt að mótmæla verðlaunum til Steven Soderbergh fyrir Traffic.

„My name is Maximus Decimus Meridius, commander of the armies of the north, general of the Felix Legions, loyal servant to the true emperor, Marcus Aurelius. Father to a murdered son, husband to a murdered wife. And I will have my vengeance, in this life or the next.“

Leikstjóri: Ridley Scott (Alien, Blade Runner, Black Rain, Thelma & Louise, Black Hawk Down, Kingdom of Heaven, American Gangster, Body of Lies, Prometheus, The Martian)