„How much does life weigh?“

Eftir hina mögnuðu Amores Perros fór mexíkanski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu yfir landamærin og gerði 21 Grams í Hollywood. Handritið er skrifað af landa leikstjórans, Guillermo Arriaga, sem skrifaði hans fyrstu þrjár myndir. Allar fjalla þær um líf og dauða, hefnd og fyrirgefningu á einn eða annan hátt. Það má segja að áherslan í 21 Grams sé á fyrirgefningu. Myndin fjallar um þrjár manneskjur sem þekkjast ekki en tengjast á mjög náinn hátt. Það er óþarfi að segja frá söguþræðinum en allir fara í gegnum hræðilegt tímabil sem væri eflaust mörgum ofviða. Stórleikararnir Sean Penn, Benicio Del Toro og Naomi Watts eru öll stórkostleg í þessari mynd. Þetta er erfið mynd sem virkar á áhorfandann eins og vinstri krókur beint í lifrina. Rosaleg mynd.

„They say we all lose 21 grams at the exact moment of our death… everyone. The weight of a stack of nickels. The weight of a chocolate bar. The weight of a hummingbird.“

Leikstjóri: Alejandro González Iñárritu (Amores Perros, Babel, Birdman…, The Revenant)