Almáttugur veri með þér ef þú, kvikmyndaáhugamaður góður, upplifðir einhvern tímann klassíska gæðamynd í fyrsta sinn í svokallaðri „TV-edit“ útgáfu (þekktast vestanhafs). En mikið má samt alltaf hafa gaman af þessum feiluðu „döbbum“ sem skjótast inn þegar reynt er að sykra ljótan orðaforða.

Eðlilega má skilja viss tilfelli, en þegar kemur að F-sprengju myndum eins og Casino, The Big Lebowski, Pulp Fiction og The Departed verður maður að spyrja sig af hverju í ósköpunum var einu sinni reynt að ritskoða þær. Afraksturinn kemur þrælskemmtilega út eins og sjá má í þessu broti sem vippar einnig upp fullt af öðrum álíka kætandi dæmum.

Svo sannarlega „sloppy“.