“100,000 gallons of water. 50 meters wide. No way out.”

Þessi mynd fylgir reyndri formúlu þar sem persónum er komið í vonlausa stöðu sem verður bara verri og verri. Það muna kannski einhverjir eftir Frozen frá 2010 þar sem þrír festust í skíðalyftu eða 47 Meters Down frá því fyrr á árinu þar sem tvær festust í hákarlaskoðunarbúri á hafsbotni. Í þessari mynd festast tvær systur í sundlaug, eins fáranlegt og það hljómar.

Þetta er nær því að vera tryllir en hryllingsmynd en staðan sem þær systur lenda í er þó vissulega hryllileg. Mér fannst gaman að sjá Tobin Bell en hefði þó viljað fá meira af honum. Eitt helsta vandamálið er að mér líkaði ekki við persónur og fann því voða lítið til með þeim. Það er ágætis spennustig í þessari mynd en mér fannst hún ekki ganga nægilega vel upp. Get ekki mælt með henni.

“The world doesn´t owe you any favors.”

 

Leikstjóri: Matt Eskandari