Christopher Nolan er óneitanlega mjög „óldskúl“ gæi og heldur því sjaldan leyndu hvaða áhrif hann sækir í með verkum sínum, stórum eða smáum.

Bráðum megum við eiga von á nýjustu stórmyndinni hans, sem er stríðsepíkin Dunkirk. Þar sviðsetur hann atburðina í kringum hið svonefnda Operation Dynamo árið 1940, þegar næstum því 340 þúsund hermenn á vegum bandalagsins urðu umkringdir nasistum í smábænum Dunkirk í Frakklandi. Breski herinn ákvað þá að gera keyra af stað hernaðarætlun til að bjarga þeim. Myndin segir frá þessum atburðum frá þremur mismunandi sjónarhornum: á sjó, í lofti og við jörðu.

Dunkirk er sögð vera mjög „intensíf“ stríðsmynd, og kemur kannski (eða ekki á óvart) að ein af fyrirmyndunum þar var Keanu Reeves-klassíkin Speed. Margar fleiri myndir voru áhrifavaldar við gerð Dunkirk, en hér er listi yfir ellefu af þeim, með skýringum frá leikstjóranum sjálfum – óþýddum, takk fyrir.